Ferill 152. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 152 . mál.


Nd.

659. Nefndarálit



um frv. til l. um flutning Lyfjatæknaskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands til menntamálaráðuneytisins.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað ítarlega um frumvarpið og fengið til viðræðna Bryndísi Víglundsdóttur, skólastjóra Þroskaþjálfaskólans, Margréti Ríkharðsdóttur, formann Félags þroskaþjálfa, Sigrúnu Valdimarsdóttur, skólastjóra Lyfjatæknaskólans, Einar Magnússon, formann skólastjórnar Lyfjatæknaskólans, Önnu Sveinsdóttur, formann Lyfjatæknafélags Íslands, og Elínu Þrúði Theódórsdóttur, varaformann félagsins. Umsagnir bárust frá Lyfjatæknafélagi Íslands, en auk þess var stuðst við umsagnir sem nefndinni bárust á 112. þingi, en þá var málið ekki afgreitt.
    Nefndin telur að einungis sé tímabært að flytja Þroskaþjálfaskóla Íslands til menntamálaráðuneytisins, en skoða þurfi nánar hvernig verði staðið að flutningi Lyfjatæknaskólans og Ljósmæðraskólans. Nefndin telur ekki ástæðu til að breyta á þessu stigi lagaákvæðum um Sjúkraliðaskólann. Einnig þarf að breyta 6. gr. frumvarpsins og heiti þess.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Geir H. Haarde var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Alþingi, 14. febr. 1991.



Guðmundur G. Þórarinsson,


varaform., frsm.

Anna Ólafsdóttir Björnsson,


fundaskr.

Helga Hannesdóttir.


Ragnhildur Helgadóttir.

Geir Gunnarsson.

Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.