Ferill 88. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 88 . mál.


Sþ.

670. Breytingartillögur



við till. til þál. um heimilisiðnaðarráðgjafa.

Frá atvinnumálanefnd.



    Tillgr. orðist svo:
                   Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að kanna, í samráði við fræðsluyfirvöld, samtök listamanna og Heimilisiðnaðarfélag Íslands, hvernig efla megi heimilisiðnað hér á landi. Helstu markmið verði eftirfarandi:
    
  
     Að kanna stöðu heimilisiðnaðar og minjagripagerðar á landsbyggðinni.
    
  
     Að leita uppi gamlan fróðleik um gerð ýmissa þjóðlegra muna með það að markmiði að þjóðleg handíð varðveitist og þróist áfram.
    
  
     Að kanna hvernig veita megi faglega ráðgjöf með því að efna til námskeiða þar sem kunnáttufólk leiðbeini um rétt vinnubrögð og handtök við gamla heimilisiðnaðinn og mikilvægi þess að nota hráefni sem er sérstakt fyrir Ísland.
    
  
     Að leggja sérstaka áherslu á vinnslu íslensku ullarinnar, t.d. með því að standa fyrir tóvinnunámskeiðum.
    
  
     Að sækja aðstoð til hönnuða og hugmyndasmiða í leit að nýsköpun í heimilisiðnaði.
    
  
     Að aðstoða fólk við fjármögnun og markaðssetningu.
    
  
     Að hafa samstarf við atvinnumálaráðgjafa þar sem þeir eru starfandi.
    Fyrirsögn till. orðist svo: Till. til þál. um eflingu heimilisiðnaðar.