Ferill 69. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 69 . mál.


Ed.

672. Breytingartillögur



við frv. til l. um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Frá meiri hl. félagsmálanefndar (MF, GHG, KSG, SalÞ, JHelg, JE).



     Við 13. gr. Á eftir orðinu „frumkvæði að“ í 2. málsl. bætist: sérstökum tímabundnum.
     Við 14. gr. Í stað orðanna „jafnréttismál kvenna og karla“ í lok greinarinnar komi: framkvæmd laga þessara.
     Við 16. gr. Á eftir orðinu „frumkvæði að“ í 2. tölul. bætist: sérstökum tímabundnum.
     Við 18. gr. Greinin orðist svo:
                   Félagsmálaráðherra er heimilt að ráða jafnréttisráðgjafa. Hann skal vinna í samvinnu við Jafnréttisráð að leiðréttingu á stöðu kvenna, m.a. í stofnunum og fyrirtækjum um land allt í samvinnu við starfsmenn og stjórnendur.
     Við 19. gr. Fyrsta málsgrein orðist svo:
                   Félagsmálaráðherra skipar kærunefnd jafnréttismála til þriggja ára í senn. Hæstiréttur tilnefnir formann nefndarinnar, sem skal vera lögfræðingur, félagsmálaráðherra skipar tvo án tilnefningar og Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands tilnefna einn nefndarmann hvor. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Þegar kæruefni varðar aðra aðila vinnumarkaðar en sæti eiga í nefndinni skal leitað umsagnar þeirra samtaka sem hlutaðeigandi eiga aðild að.
     Við 22. gr. Í stað orðsins „gáleysi“ í fyrri málslið komi: vanrækslu.