Ferill 408. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 408 . mál.


Sþ.

751. Breytingartillaga



við till. til þál. um langtímaáætlun í vegagerð.

Frá Kristni Péturssyni.



    Við tillöguna bætist nýr kafli, 3. Mannvirkjasjóður samgönguframkvæmda, svohljóðandi:
    Alþingi ályktar jafnframt að fela samgönguráðherra að undirbúa lagafrumvarp um sérstakan sjóð til þess að hraða framkvæmdum á stofnbrautum, þjóðbrautum og við jarðgangagerð samkvæmt nánari ákvörðun Alþingis síðar. Sjóðurinn heiti Mannvirkjasjóður samgönguframkvæmda.
    Mannvirkjasjóði samgönguframkvæmda verði heimilað að taka erlend eða innlend lán til þess að hraða brýnustu framkvæmdum í samgöngumálum á stofnbrautum umfram langtímaáætlun, enda verði við einstaka framkvæmdir gerð grein fyrir hvernig lánin verði endurgreidd með gjaldtöku af umferð og/eða með mörkuðum tekjustofnum Vegagerðarinnar í framtíðinni.