Ferill 372. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 372 . mál.


Sþ.

752. Breytingartillögur



við till. til þál. um viðbrögð Íslendinga gegn styrjöldinni við Persaflóa.

Frá Önnu Ólafsdóttur Björnsson, Danfríði Skarphéðinsdóttur,


Guðnýju Guðbjörnsdóttur, Guðrúnu J. Halldórsdóttur, Kristínu Einarsdóttur


og Málmfríði Sigurðardóttur.



     Tillgr. orðist svo:
                   Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að efnt verði til alþjóðlegrar ráðstefnu um málefni þjóðanna í Miðausturlöndum hið bráðasta þar sem fjallað verði um afleiðingar stríðsins við Persaflóa og þau óleystu vandamál sem enn er við að glíma í þessum heimshluta.
     Fyrirsögn till. verði: Till. til þál. um viðbrögð Íslendinga vegna ástandsins í Miðausturlöndum.