Ferill 424. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 424 . mál.


Sþ.

761. Tillaga til þingsályktunar



um endurskoðun V. kafla vegalaga.

Flm.: Eiður Guðnason, Skúli Alexandersson, Friðjón Þórðarson,


Danfríður Skarphéðinsdóttir.



    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að láta fram fara endurskoðun á V. kafla vegalaga, nr. 6 frá 25. mars 1977, um þjóðvegi í kaupstöðum og kauptúnum og þeim reglugerðum er gefnar hafa verið út samkvæmt þeim kafla laganna.

Greinargerð.


     Núverandi vegalög eru að stofni til frá 1962, enda þótt lögin hafi verið endurskoðuð 1977. Kaflinn um þjóðvegi í þéttbýli í núverandi lögum er nánast óbreyttur frá árinu 1962. Á tæpum þrjátíu árum hafa aðstæður allar og umferð tekið miklum breytingum og er því tímabært og nauðsynlegt að endurskoða þennan kafla laganna sérstaklega, svo og ekki síður þær reglugerðir sem á honum hvíla. Því er þessi tillaga flutt.