Ferill 428. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 428 . mál.


Ed.

779. Frumvarp til laga



um starfskjör presta þjóðkirkjunnar.

(Lagt fyrir Alþingi á 113. löggjafarþingi 1990 91.)



I.

KAFLI

Um breyting á lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna,


með síðari breytingum.


1. gr.


     1. tölul. 2. mgr. 1. gr. laganna orðist svo: Biskups Íslands, vígslubiskupa, prófasta, sóknarpresta og sérþjónustupresta, borgardómara, borgarfógeta, bæjarfógeta, flugmálastjóra, forstjóra Ríkisspítala, héraðsdómara, hæstaréttardómara, landlæknis, lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, lögreglustjórans í Reykjavík, orkumálastjóra, póst - og símamálastjóra, rafmagnsveitustjóra ríkisins, rannsóknarlögreglustjóra, ráðherra, ráðuneytisstjóra, rektors Háskóla Íslands, rektors Kennaraháskóla Íslands, rektors Tækniskóla Íslands, ríkislögmanns, ríkissaksóknara, ríkisskattanefndarmanna í fullu starfi, ríkisskattstjóra, sakadómara, sendiherra, skattrannsóknarstjóra, sýslumanna, tollgæslustjóra, tollstjórans í Reykjavík, vegamálastjóra, verðlagsstjóra, yfirborgardómara, yfirborgarfógeta, yfirdýralæknis og yfirsakadómara, en starfskjör þeirra skulu ákveðin af Kjaradómi.

II.

KAFLI

Um breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 38/1954,


með síðari breytingum.


2. gr.


     3. tölul. 2. mgr. 29. gr. laganna orðist svo: Hæstaréttarritari og starfsmenn Hæstaréttar, héraðsdómarar, lögreglustjórar, fulltrúar lögreglustjórans í Reykjavík, tollstjóri, tollgæslustjóri, vígslubiskupar, prófastar, sóknarprestar og sérþjónustuprestar.

III. KAFLI


Um breyting á lögum um Kjaradóm, nr. 92/1986.


3. gr.


     2. gr. laganna orðist svo:
     Kjaradómur ákveður launakjör þeirra sem hér greinir:
     Biskups Íslands, vígslubiskupa, prófasta, sóknarpresta og sérþjónustupresta, borgardómara, borgarfógeta, bæjarfógeta, flugmálastjóra, forstjóra Ríkisspítala, héraðsdómara, hæstaréttardómara, landlæknis, lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, lögreglustjórans í Reykjavík, orkumálastjóra, póst - og símamálastjóra, rafmagnsveitustjóra ríkisins, rannsóknarlögreglustjóra, ráðherra, ráðuneytisstjóra, rektors Háskóla Íslands, rektors Kennaraháskóla Íslands, rektors Tækniskóla Íslands, ríkisendurskoðanda, ríkislögmanns, ríkissaksóknara, ríkisskattanefndarmanna í fullu starfi, ríkisskattstjóra, sakadómara, sendiherra, skattrannsóknarstjóra, skrifstofustjóra Alþingis, sýslumanna, tollgæslustjóra, tollstjórans í Reykjavík, vegamálastjóra, verðlagsstjóra, yfirborgardómara, yfirborgarfógeta, yfirdýralæknis og yfirsakadómara.



IV. KAFLI


Um gildistöku.


4. gr.


     Lög þessi öðlast gildi 1. september 1991.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í nóvember 1990 samþykkti fulltrúaráð Prestafélags Íslands einróma að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna þar sem könnuð yrði afstaða þeirra til þess að Prestafélag Íslands óskaði eftir því við stjórnvöld að Kjaradómur ákvarði launakjör presta. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var sú að 94,5% þeirra sem tóku afstöðu lýstu sig fylgjandi því að þess verði farið á leit við stjórnvöld að lögum verði breytt á þann veg að Kjaradómur ákvarði laun presta.
     Fram hafa komið þau sjónarmið að það sæmi ekki stöðu prestins að taka þátt í kjarabaráttu og kröfugerð gagnvart atvinnurekanda með viðeigandi samningaþófi. Prestar geti ekki eðli málsins samkvæmt nýtt sér verkfallsrétt sinn þar sem starf þeirra byggist á nánu samstarfi við sóknarbörn, sálgæslu og félagslegri aðstoð.
     Ráðuneytið telur full rök vera fyrir því að prestaséttin fylli þann hóp sem nú þegar er háður ákvörðunarvaldi Kjaradóms.
     Því er frumvarp þetta, sem felur í sér að komið er til móts við framangreind sjónarmið um að kjör presta fari samkvæmt ákvörðun Kjaradóms og að þeim sé óheimilt að gera verkfall, lagt fram.
     Þegar rætt er í frumvarpi þessu um sérþjónustupresta er átt við þá presta, sem gegna embættum skv. II. kafla laga nr. 62/1990, um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju Íslands.
     Frumvarpið er flutt í samræmi við óskir Prestafélags Íslands.