Ferill 428. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 428 . mál.


Nd.

822. Frumvarp til laga



um starfskjör presta þjóðkirkjunnar.

(Eftir 3. umr. í Ed., 6. mars.)



I. KAFLI


Um breyting á lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra


starfsmanna, með síðari breytingum.


1. gr.


     1. tölul. 2. mgr. 1. gr. laganna orðist svo: Biskups Íslands, vígslubiskupa, prófasta, sóknarpresta og sérþjónustupresta, borgardómara, borgarfógeta, bæjarfógeta, flugmálastjóra, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, forstjóra Landhelgisgæslu, forstjóra Ríkisspítala, héraðsdómara, hæstaréttardómara, landlæknis, lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, lögreglustjórans í Reykjavík, orkumálastjóra, póst - og símamálastjóra, rafmagnsveitustjóra ríkisins, rannsóknarlögreglustjóra, ráðherra, ráðuneytisstjóra, rektors Háskóla Íslands, rektors Kennaraháskóla Íslands, rektors Tækniskóla Íslands, ríkislögmanns, ríkissaksóknara, ríkisskattanefndarmanna í fullu starfi, ríkisskattstjóra, sakadómara, sendiherra, skattrannsóknarstjóra, sýslumanna, tollgæslustjóra, tollstjórans í Reykjavík, vegamálastjóra, verðlagsstjóra, yfirborgardómara, yfirborgarfógeta, yfirdýralæknis og yfirsakadómara, en starfskjör þeirra skulu ákveðin af Kjaradómi.

II. KAFLI


Um breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,


nr. 38/1954, með síðari breytingum.


2. gr.


     3. tölul. 2. mgr. 29. gr. laganna orðist svo: Hæstaréttarritari og starfsmenn Hæstaréttar, héraðsdómarar, lögreglustjórar, fulltrúar lögreglustjórans í Reykjavík, tollstjóri, tollgæslustjóri, vígslubiskupar, prófastar, sóknarprestar og sérþjónustuprestar.


III. KAFLI


Um breyting á lögum um Kjaradóm, nr. 92/1986.


3. gr.


     2. gr. laganna orðist svo:
     Kjaradómur ákveður launakjör þeirra sem hér greinir:
     Biskups Íslands, vígslubiskupa, prófasta, sóknarpresta og sérþjónustupresta, borgardómara, borgarfógeta, bæjarfógeta, flugmálastjóra, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, forstjóra Landhelgisgæslu, forstjóra Ríkisspítala, héraðsdómara, hæstaréttardómara, landlæknis, lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, lögreglustjórans í Reykjavík, orkumálastjóra, póst - og símamálastjóra, rafmagnsveitustjóra ríkisins, rannsóknarlögreglustjóra, ráðherra, ráðuneytisstjóra, rektors Háskóla Íslands, rektors Kennaraháskóla Íslands, rektors Tækniskóla Íslands, ríkisendurskoðanda, ríkislögmanns, ríkissaksóknara, ríkisskattanefndarmanna í fullu starfi, ríkisskattstjóra, sakadómara, sendiherra, skattrannsóknarstjóra, skrifstofustjóra Alþingis, sýslumanna, tollgæslustjóra, tollstjórans í Reykjavík, vegamálastjóra, verðlagsstjóra, yfirborgardómara, yfirborgarfógeta, yfirdýralæknis og yfirsakadómara.

IV. KAFLI


Um gildistöku.


4. gr.


     Lög þessi öðlast gildi 1. september 1991.