Ferill 323. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 323 . mál.


Sþ.

843. Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðna Ágústssonar um sölu á landbúnaðarafurðum til varnarliðsins í Keflavík.

     Hversu mikið af landbúnaðarafurðum seldu Íslendingar varnarliðinu í Keflavík, sundurgreint eftir tegundum, á árunum 1988, 1989 og 1990?








         TAFLA SETT Í GUTENBERG









     Hversu mikið af kjötvörum fékk varnarliðið að flytja til Íslands á árunum 1988, 1989 og 1990, sundurgreint eftir tegundum? Hversu mikið var flutt inn af öðrum landbúnaðarafurðum, sundurgreint eftir tegundum, á sama árabili?




         TAFLA SETT Í GUTENBERG







    Varðandi sölu á íslenskum landbúnaðarafurðum til varnarliðsins er forsaga málsins þessi: Að loknum ítarlegum samningaviðræðum um áramótin 1986 1987 undirrituðu fulltrúar varnarmálaskrifstofu og varnarliðsins samkomulag 11. febrúar 1987 um sölu á nautakjöti, svínarifjum, kjúklingum og eggjum. Þetta samkomulag hefur verið endurnýjað árlega síðan að teknu tilliti til reynslunnar af sölunni árið áður. Bæði magntölur og verð hafa verið breytileg.
    Salan hefur gengið eðlilega fyrir sig og hafa bæði seljendur og kaupendur verið ánægðir með viðskiptin. Gæði íslensku afurðanna þykja afburðamikil. Á árinu 1988 sá Sláturfélag Suðurlands sig tilneytt að hætta sölu á svínarifjum vegna markaðsaðstæðna innan lands. Í nóvember 1990 fór Sláturfélagið þess á leit að það yrði leyst undan frekari afhendingu á nautakjöti til loka samningstímans, fyrst og fremst vegna verðfalls dollarans. Sláturfélagið taldi einnig óhagstætt að samið hafði verið um sölu á hakkefni en ekki skrokkum sem leiddi til birgðasöfnunar á nautavöðvum, hliðstætt því sem gerðist með söluna á svínarifjum.
    Síðasta samkomulagið um landbúnaðarafurðir var gert í mars 1990 og gildir það til marsloka 1991. Þar segir að varnarliðið skuli stefna að því að kaupa allt að 32.000 pund af nautakjöti, 20.000 pund af kjúklingum og 110.000 pund af eggjum. Á framangreindu yfirliti yfir sl. þrjú ár sést að salan á nautakjöti hefur verið vel yfir þessum mörkum eða tæp 47.000 pund að meðaltali. Salan á eggjum hefur verið mjög nálægt viðmiðun, eða rúm 105.000 pund. Sala á kjúklingum hefur verið rúm 27.000 pund að meðaltali sl. þrjú ár, en þess ber að geta að mest seldist á árinu 1988 þegar salan var verulega niðurgreidd.
    Varnarliðið notar nokkuð meira af nautakjöti, kjúklingum og eggjum en það kaupir innan lands og er það vegna þess að fjárveitingar þess hafa ekki dugað til þess að greiða niður verðið á íslensku vörunum. Þannig er t.d. nautakjöt greitt niður um rúm 63%, kjúklingar um 74% og egg um 70%.
    Í framangreindu yfirliti eru gefnar nokkrar fleiri tölur yfir afurðasölu til varnarliðsins sem er ósamningsbundin. Þar sést að sala mjólkurvara hefur farið hækkandi og eins sala á brauðvörum og fiski. Sala á grænmeti hefur hins vegar verið óveruleg vegna mikils verðmismunar miðað við það sem varnarliðið kaupir erlendis frá.
    Í mars nk. verður gengið til samninga um áframhaldandi viðskipti. Hinir íslensku seljendur hafa fullan hug á því að halda þeim áfram og auka ef hægt er. Magntölur í samningunum munu hins vegar ráðast af þeim fjárveitingum sem varnarliðið fær til þess að greiða niður verð hinna íslensku afurða.