Ferill 452. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 452 . mál.


Ed.

853. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 33 22. apríl 1947, með síðari breytingum, um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Grímsneshreppi kirkjujörðina Stóru - Borg.

Flm.: Jón Helgason, Margrét Frímannsdóttir.



1. gr.


     2. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 70/1974, orðast svo:
     Grímsneshreppi er heimilt að selja jörðina Sigurjóni Ólafssyni ábúanda á Stóru - Borg.

2. gr.


     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta er flutt að beiðni hreppsnefndar Grímsneshrepps í Árnessýslu í því skyni að felldar verði niður þær kvaðir sem 1. gr. laga nr. 70/1974 setur ráðstöfunarheimildum Sigurjóns Ólafssonar, bónda á Stóru - Borg, á jörðinni.
    1. gr. laga nr. 70/1974 er svohljóðandi:
    „Grímsneshreppi er heimilt að selja jörðina Sigurjóni Ólafssyni ábúanda á Stóru - Borg, en óheimilt er honum að selja hana aftur öðrum en Grímsneshreppi eða ríkissjóði og þá á fasteignamatsverði, nema þeir hafni kaupum.“
    Grímsneshreppur seldi Sigurjóni Ólafssyni jörðina með afsali dags. 30. september 1976. Þær kvaðir, sem lagðar voru á ábúanda jarðarinnar við kaup hennar skv. 1. gr. laga nr. 70/1974, eru mjög óvenjulegar og ekki lengur í samræmi við réttarvitund manna.
    Samkvæmt frumvarpinu fer um heimildir til sölu og ákvörðunar söluverðs á jörðinni samkvæmt almennum reglum eins og þær eru á hverjum tíma.