Ferill 408. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 408 . mál.


Sþ.

961. Nefndarálit



um till. til þál. um langtímaáætlun í vegagerð.

Frá fjárveitinganefnd.



    Tillaga þessi var lögð fram á Alþingi 26. febrúar og fyrir henni mælt 28. febrúar. Nefndinni hefur því ekki gefist tími til þess að fjalla um áætlunina til neinnar hlítar. Nefndarmenn eru sammála um að tillagan þarfnist nánari athugunar og ekki sé tímabært að hún hljóti afgreiðslu nú í þinglok.
    Takmarkaðar umræður hafa einnig farið fram um tillöguna í þingmannahópum kjördæmanna. Þar hefur nokkuð verið fjallað um einstakar framkvæmdir og framkvæmdaröð án þess þó að fyrir liggi endanleg niðurstaða. Fjárveitinganefnd telur rétt að í þingskjali komi fram hver staða framkvæmdaáforma er eftir þessa frumyfirferð kjördæmahópanna og skilar því hér eins konar bráðabirgðaáliti þar sem í fylgiskjali eru birtar þær hugmyndir um framkvæmdir og framkvæmdaröð sem starfsmenn Vegagerðar ríkisins hafa unnið eftir viðræður við þingmannahópana. Nefndin ítrekar að hún flytur þessar hugmyndir ekki sem formlega breytingartillögu heldur sýnir þær í fylgiskjali í þeim tilgangi að gefa yfirlit yfir stöðu málsins nú skömmu fyrir þinglok.

Alþingi, 14. mars 1991.



Sighvatur Björgvins

son,

form., frsm.

Margrét Frímannsdóttir,


fundaskr.

Alexander Stefánsson.


Pálmi Jónsson.

Málmfríður Sigurðardóttir.

Ásgeir Hannes Eiríksson.


Egill Jónsson.

Ólafur Þ. Þórðarson.

Friðjón Þórðarson.




Fylgiskjal.



Tillaga starfsmanna Vegagerðar ríkisins


um framkvæmdir samkvæmt langtímaáætlun í vegamálum


eftir fyrstu yfirferð þingmannahópa kjördæmanna.









Repró 7 bls.



SUNDURLIÐUN


2.3. NÝBYGGINGAR VEGA.


1. Stofnbrautir.