Ferill 321. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 321 . mál.


Ed.

978. Frumvarp til laga



um breytingu á lagaákvæðum er varða fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri o.fl.

(Eftir 3. umr. í Nd., 15. mars.)



    Samhljóða þskj. 566 með þessum breytingum:

    4. gr. hljóðar svo:
     Lög um málflytjendur, nr. 61 4. júlí 1942.
     Við 4. tölul. 9. gr. og 4. tölul. 14. gr. laganna bætist: eða hefur samfellt átt lögheimili hér á landi í að minnsta kosti eitt ár.

    8. gr. hljóðar svo:
     Lög um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19 6. apríl 1966.
     1. gr. laganna orðist svo:
     Enginn má öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á landi hér, þar á meðal veiðirétt, vatnsréttindi eða önnur fasteignaréttindi, hvort sem er fyrir frjálsa afhendingu eða nauðungarráðstöfun, hjúskap, erfðir eða afsal, nema þeim skilyrðum sé fullnægt sem nú skal greina:
     Ef einstakur maður er þá skal hann vera íslenskur ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi samfellt í a.m.k. fimm ár.
     Ef fleiri menn eru með í félagi og ber hver fulla ábyrgð á skuldum félagsins þá skulu þeir allir vera íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi samfellt í a.m.k. fimm ár.
     Ef félag er og bera sumir fulla en sumir takmarkaða ábyrgð á skuldum félagsins þá skulu þeir er fulla ábyrgð bera allir vera íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi samfellt í a.m.k. kosti fimm ár.
     Ef félag er, þar sem enginn félaga ber fulla ábyrgð á skuldum félagsins, eða stofnun þá skal félagið eða stofnunin eiga hér heimilisfang og varnarþing og stjórnendur allir vera íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi samfellt í a.m.k. fimm ár. Í hlutafélögum skulu 4 / 5 hlutar hlutafjár vera eign íslenskra ríkisborgara og íslenskir ríkisborgarar fara með meiri hluta atkvæða á hluthafafundum.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. 4. tölul. 1. mgr. er ráðherra heimilt að veita leyfi ef ástæða þykir til. Eigi þarf þó leyfi:
     Ef um er að ræða leigu á fasteign eða réttindi yfir henni og leigutími eða annar réttindatími er þrjú ár eða skemmri eða uppsögn áskilin með eigi lengri en árs fyrirvara.
    Ef um er að ræða aðila sem ekki fullnægir skilyrðum 1. 4. tölul. 1. mgr. en hefur rétt til þess að stunda atvinnurekstur hér á landi og vill öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteign til eigin nota og/eða til notkunar í atvinnustarfsemi sinni, enda fylgi henni einungis venjuleg lóðarréttindi, en ekki önnur réttindi, svo sem veiðiréttur eða vatnsréttindi.
     Leggja skal fyrir dómsmálaráðuneytið samninga, afsöl eða önnur heimildarskjöl vegna eignar - og afnotaréttinda erlendra aðila hér á landi og öðlast gerningurinn ekki gildi fyrr en ráðuneytið hefur staðfest hann með áritun sinni.

    9. gr. hljóðar svo:
     Lög um verslunaratvinnu, nr. 41 2. maí 1968.
     Við 1. tölul. 4. gr. laganna bætist: Erlendur ríkisborgari, sem á lögheimili hér á landi og hefur átt það samfellt í a.m.k. eitt ár, skal þó vera undanþeginn skilyrði um íslenskt ríkisfang.
     5. gr. laganna orðist svo:
                   Félag eða annar lögaðili á rétt á verslunarleyfi eða endurnýjun verslunarleyfis, enda uppfylli framkvæmdastjórar og stjórnarmenn lögaðila og, sé um að ræða félag þar sem allir eða sumir félagsmanna bera fulla ábyrgð á skuldbindingum félagsins, þeir félagsmanna, sem fulla ábyrgð bera á skuldbindingum félagsins, skilyrði 2. og 4. tölul. 4. gr. Þá skal einn stjórnarmanna og framkvæmdastjóri jafnframt fullnægja skilyrðum 3. tölul. 4. gr. Sé um að ræða erlendan aðila eða íslenskan lögaðila sem erlendur aðili á hlut í skal enn fremur fullnægt skilyrðum laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.
    5. mgr. 10. gr. laganna orðist svo:
                   Heimilt er ráðherra að veita undanþágu frá ríkisfangsskilyrði 1. tölul. 4. gr.

    21. gr. hljóðar svo:
    Lög um skipulag ferðamála, nr. 79 2. júlí 1985, sbr. lög nr. 59/1988.
     1. mgr. 15. gr. laganna orðist svo:
                   Til að geta öðlast leyfi til reksturs ferðaskrifstofu þarf umsækjandi að uppfylla eftirtalin skilyrði:
                   a.      Eigi lögheimili hér á landi samfellt í a.m.k. eitt ár.
                   b.      Sé fjárráða og hafi forræði á búi sínu.
     3. mgr. 15. gr. laganna orðist svo:
                   Leyfi má veita félagi eða öðrum lögaðila sem á heimili hér á landi, enda sé framkvæmdastjóri slíks lögaðila fjárráða og hafi forræði á búi sínu. Sé um að ræða erlendan aðila eða íslenskan lögaðila, sem erlendur aðili á hlut í, er leyfisveiting þó háð því að fullnægt sé skilyrðum laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.