Ferill 29. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 29 . mál.


Ed.

984. Nefndarálit



um frv. til l. um vernd barna og ungmenna.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund til viðræðna um það höfunda þess, Sigríði Ingvarsdóttur, formann barnaverndarráðs, Ingibjörgu Rafnar héraðsdómslögmann og Gunnar Sandholt, yfirmann fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Hilmar Björgvinsson, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, kom einnig á fund nefndarinnar. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá eftirtöldum aðilum: Barnaheill, barnaverndarráði, biskupi Íslands, bæjarstjórn Selfoss, Dómarafélagi Íslands, félagsmálaráði Akureyrar, félagsmálaráði Egilsstaðabæjar, félagsmálaráði Neskaupstaðar, félagsmálaráði Selfoss, félagsmálaráðuneytinu, Félagsmálastofnun Kópavogskaupstaðar, Fjórðungssambandi Norðlendinga, Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Fóstrufélagi Íslands, fræðslustjóra Suðurlandsumdæmis, héraðsnefnd Árnesinga, héraðsnefnd Vestur-Húnavatnssýslu, héraðsnefnd Vestur-Skaftafellssýslu, Kennarasambandi Íslands, Lögmannafélagi Íslands, menntamálaráðuneytinu, Sálfræðingafélagi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa og Sýslumannafélagi Íslands.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Nefndin taldi nauðsynlegt að gera ýmsa breytingar, m.a. með hliðsjón af ábendingum sem henni bárust í umsögnum um frumvarpið, en í flestum tilvikum er þó ekki um verulegar efnisbreytingar að ræða.
    Halldór Blöndal var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 15. mars 1991.



Eiður Guðnason,


form., frsm.

Guðrún J. Halldórsdóttir,


fundaskr.

Valgerður Sverrisdóttir.


Skúli Alexandersson.

Jón Helgason.

Salome Þorkelsdóttir.


.