Ferill 406. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 406 . mál.


Ed.

999. Frumvarp til laga



um breyting á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, sbr. lög nr. 76/1989, 70/1990, 124/1990 og 130/1990.

(Eftir 2. umr. í Ed., 15. mars.)



    Samhljóða þskj. 728 með þessum breytingum:

    3. gr. hljóðar svo:
     11. gr. laganna orðist svo:
     Úr Byggingarsjóði ríkisins er heimilt að veita lán skv. 1. 3. tölul. enda hafi verið gert ráð fyrir þessum lánaflokkum í fjárhagsáætlun sjóðsins fyrir það ár sem veiting láns fer fram:
     Lán til bygginga heimila fyrir aldraða og dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða.
     Sérstök lán til einstaklinga með sérþarfir.
     Lán eða styrk til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði.
     Húsnæðismálastjórn er heimilt að ákveða nýja lánaflokka að fengnu samþykki félagsmálaráðherra.

     4. gr. hljóðar svo:
    Á eftir 11. gr. laganna komi nýr undirkafli með fjórum nýjum greinum, 12. 15. gr. Fyrirsögn kaflans verði: Um lánveitingar Byggingarsjóðs ríkisins. Hinn nýi undirkafli orðist svo:

     a. (12. gr.)
     Lán skv. 1. tölul. 11. gr. er heimilt að veita þeim sem byggja hjúkrunarheimili eða dagvistarstofnanir handa börnum eða öldruðum.
     Sá sem hyggst hefjast handa um byggingu dvalarheimilis skal fyrst láta fara fram athugun á þörf fyrir slíkt heimili í samvinnu við sveitarstjórn.
     Skilyrði lánveitingar er að umsókn um lán til byggingar dagvistarstofnunar eða dvalarheimilis fylgi umsögn heilbrigðisráðuneytis.

     b. (13. gr.)
     Lán skv. 2. tölul. 11. gr. er aðeins heimilt að veita ellilífeyrisþegum og öryrkjum sem búa við skerta starfsorku eða eru hreyfihamlaðir. Lánin eru veitt til byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði vegna aukins kostnaðar af völdum sérþarfa umsækjanda og geta komið til viðbótar fasteignaveðlánum sem húsbréfadeild gefur út vegna byggingar eða kaupa á íbúð.
     Lán þessi má enn fremur veita til endurbóta á húsnæði.
     Lán samkvæmt þessari grein má einnig veita þeim sem hafa orðið fyrir meiri háttar röskun á högum og hafa vegna fráfalls maka eða af öðrum ástæðum lækkað svo í tekjum að þeir geta ekki haldið íbúðum sínum. Umsóknum um lán samkvæmt þessari málsgrein skal fylgja umsögn Félagsmálastofnunar eða viðkomandi sveitarstjórnar.

     c. (14. gr.)
     Lán skv. 3. tölul. 11. gr. er heimilt að veita til þess að gera tilraunir með tækninýjungar eða aðrar umbætur sem leitt geta til lækkunar byggingarkostnaðar enda fylgi staðfesting á því að umsóknin sé ekki lánshæf hjá sérsjóðum iðnaðarins. Heimilt er að hafa fyrirgreiðsluna í formi styrks.

     d. (15. gr.)
     Húsnæðismálastjórn skal við gerð fjárhagsáætlunar hverju sinni ákveða hámarkshlutfall af byggingarkostnaði fyrir lán skv. 1. tölul. 11. gr.
     Fjárhæð láns skv. 2. tölul. 11. gr. má nema allt að 80% af viðbótarkostnaði eða endurbótakostnaði enda séu framkvæmdir nauðsynlegar að mati húsnæðismálastjórnar.
     Fjárhæð láns eða styrks skv. 3. tölul. 11. gr. svo og lánstíma skal ákveða hverju sinni af húsnæðismálastjórn með hliðsjón af kostnaði við að koma nýjungum í notkun, svo og mikilvægi þeirra fyrir byggingariðnaðinn.
     Lánstími skv. 1. 2. tölul. 11. gr. skal vera allt að 25 árum.
     Að öðru leyti gilda ákvæði 30. gr. laganna um lán skv. 1. 3. tölul. 11. gr.
     Í reglugerð skal kveðið nánar á um lánaflokka skv. 1. 3. tölul. 11. gr.