Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 161 . mál.


Nd.

1005. Breytingartillögur



við frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1991.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (PP, JSS, ÓÞÞ, RA).



     Við 1. gr.
         
    
     Í stað „14.140.000 þús. kr.“ í 1. gr. komi: 14.700.000 þús. kr.
         
    
     Við greinina bætast tvær nýjar málsgreinar er orðast svo:
                        Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að semja um kaup á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæslu Íslands og taka til þess nauðsynleg lán vegna greiðslna sem kunna að falla á árið 1991, allt að 100.000 þús. kr.
                        Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að taka lán á árinu 1991 að fjárhæð allt að 735.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt og endurlána eftirtöldum aðilum á árinu 1991:
                   
     Fiskveiðasjóði Íslands, allt að 200.000 þús. kr. til handa sérstakri deild við sjóðinn sem hafi það hlutverk að stuðla að úreldingu loðnuverksmiðja.
                   
     Síldarverksmiðjum ríkisins, allt að 300.000 þús. kr.
                   
     Byggðastofnun, allt að 200.000 þús. kr. til að leysa vanda rækjuverksmiðja.
                   
     Lánasjóði sveitarfélaga, allt að 35.000 þús. kr. til umhverfisbótadeildar sjóðsins.
     Við 3. gr. Í stað „3.000.000 þús. kr.“ komi: 3.400.000 þús. kr.
     Á eftir 6. gr. komi ný grein er verði 7. gr og orðist svo:
                   Djúpbátnum hf. á Ísafirði er heimilt að taka lán á árinu 1991 að fjárhæð allt að 45.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt til kaupa á norsku ferjunni ms. Tufjord. Jafnframt er samgönguráðherra heimilt að leyfa fyrirtækinu innflutning á ferjunni, þó eldri sé en 12 ára, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 51/1987, um eftirlit með skipum.
     Í stað „3. 10.“ í 14. gr. (er verður 15. gr.) komi: 3. 14.
     Á eftir 14. gr. (er verður 15. gr.) komi ný grein, er verði 16. gr., sem orðist svo:
                   Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að ábyrgjast með sjálfskuldarábyrgð allt að fjórðungi skuldabreytinga loðnuverksmiðja hjá bönkum og sjóðum. Ábyrgð ríkissjóðs samkvæmt þessari grein skal að hámarki nema 200.000 þús. kr.
     Við 18. gr. Greinin falli brott.
     Við 23. gr. Greinin falli brott.
     Við 30. gr. Greinin falli brott.
     Við 31. gr. Greinin falli brott.
     Á eftir 35. gr., er verður 33. gr., komi ný grein er orðist svo:
                   Þrátt fyrir ákvæði í 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er fjármálaráðherra heimilt að fella niður eða endurgreiða virðisaukaskatt af gjöfum til björgunarsveita, svo og til mannúðar- og líknarstarfsemi. Jafnframt er heimilt að endurgreiða virðisaukaskatt af rannsóknartækjum sem vísindastofnunum eru gefin eða eru keypt fyrir styrki.
     Á eftir 37. gr., er verður 35. gr., komi sjö nýjar greinar er orðist svo:
         
    
     (36. gr.)
                        Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að stofna til skuldbindinga með útgáfu skuldabréfa á árinu 1991 að upphæð allt að 1.700.000 þús. kr. vegna samnings landbúnaðarráðherra við bændur um fækkun fjár og aðlögun sauðfjárframleiðslu að innanlandsmarkaði, sbr. lög nr. 46/1985. Heimild þessi gildir þar til gerðar hafa verið nauðsynlegar lagabreytingar vegna framkvæmdar samningsins að öðru leyti.
         
    
     (37. gr.)
                        Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að yfirtaka skuldir Byggðastofnunar hjá Framkvæmdasjóði Íslands að fjárhæð allt að 1.200.000 þús. kr.
         
    
     (38. gr.)
                        Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að ábyrgjast nauðsynleg lán vegna kaupa Rafmagnsveitna ríkisins á eignum Hitaveitu Siglufjarðar og Rafveitu Siglufjarðar.
         
    
     (39. gr.)
                        Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs og að fengnu samþykki fjárveitinganefndar Alþingis að semja við Hitaveitu Hjaltadals og Hitaveitu Siglufjarðar um ráðstafanir til að bæta fjárhag veitnanna í framtíðinni.
         
    
     (40. gr.)
                        Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að ábyrgjast lán fyrir Dýpkunarfélagið hf. sem tekið var hjá Framkvæmdasjóði Íslands á árinu 1989, þá að fjárhæð 9.500 þús. kr.
         
    
     (41. gr.)
                        Fjármálaráðherra er heimilt að fella niður opinber gjöld sem tengjast fyrirhuguðum framkvæmdum Flugleiða við byggingu nýs viðhaldsflugskýlis á Keflavíkurflugvelli.
         
    
     (42. gr.)
                        Fjármálaráðherra er heimilt að ganga til samninga við Sláturfélag Suðurlands um kaup á húseigninni Laugarnesvegi 91 í Reykjavík til afnota fyrir Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Listdansskóla Þjóðleikhússins og fleiri skóla og menningarstofnanir.
                        Heimildin er háð því að samkomulag takist um að Sláturfélag Suðurlands fallist á að taka við húseignum í eigu ríkissjóðs fyrir hluta af kaupverðinu.