Ferill 303. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 303 . mál.


Nd.

1111. Breytingartillögur



við frv. til l. um bann við sölu á eignum ríkisins án lagaheimilda.

Frá Geir H. Haarde, Sighvati Björgvinssyni, Pálma Jónssyni,


Alexander Stefánssyni, Málmfríði Sigurðardóttur,


Ólafi Þ. Þórðarsyni og Friðjóni Þórðarsyni.



     Á undan 1. gr. komi tvær nýjar greinar er orðist svo:
         
    
(1. gr.)
                        Greiðslu úr ríkissjóði má ekki inna af hendi nema heimildar til hennar sé aflað fyrir fram í fjárlögum eða fjáraukalögum fyrir hvert reikningsár, sbr. þó 8. gr.
                        Á sama hátt eru hvers konar samningar, um fjárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð, stofnanir ríkisins og fyrirtæki, sem fela í sér aukið rekstrarumfang frá því sem ákveðið er í fjárlögum fyrir hvert reikningsár, óheimilir nema að fenginni heimild í fjáraukalögum enda sé ekki á annan veg mælt fyrir í lögum þessum eða öðrum lögum.
         
    
(2. gr.)
                        Séu gerðir kjarasamningar, sem kveða á um frekari launaútgjöld ríkisins en fjárlög gera ráð fyrir, eru þeir með fyrirvara um samþykki Alþingis á nauðsynlegum greiðsluheimildum fyrir viðbótarútgjöldum. Frumvarp til fjáraukalaga, þar sem slíkra heimilda er aflað, skal leggja fyrir Alþingi svo fljótt sem verða má eftir að kjarasamningar hafa verið gerðir. Þangað til slíkt frumvarp er endanlega afgreitt skal þó haga launagreiðslum í samræmi við hina nýju kjarasamninga.
                        Óheimilt er að auka vinnu ríkisstarfsmanna umfram það sem ákveðið er í fjárlögum eða ráða fleiri menn til starfa en þar er gert ráð fyrir nema að fenginni heimild í fjáraukalögum.
     Við 1. gr. er verði 3. gr. Greinin orðist svo:
                   Kaup, sala, skipti eða langtímaleiga ríkissjóðs, ríkisstofnana, ríkisfyrirtækja og sjóða í ríkiseign á eftirtöldum eignum er óheimil nema samkvæmt heimild í almennum lögum eða fjárlögum hverju sinni, sbr. þó 2. mgr.:
              
 fasteignum,
              
 eignarhlutum í félögum,
              
 skipum og flugvélum,
              
 listaverkum, listmunum og söfnum sem hafa að geyma menningarverðmæti,
              
 öðrum eignum sem verulegt verðgildi hafa og ekki falla undir 1. 4. tölul. þessar                     ar greinar.
          Eignakaup skulu ætíð takmarkast við þá fjárhæð sem ákveðið er í fjárlögum að verja til þeirra.
                   Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er ríkisstofnunum í A-hluta ríkisreiknings heimilt án sérstakrar lagaheimildar að selja lausafé sem þær hafa notað við starfsemi sína, svo sem ökutæki, vélar, áhöld og annan búnað, enda sé söluandvirðinu skilað í ríkissjóð. Fjármálaráðherra getur þó heimilað ríkisstofnun að ráðstafa söluandvirði eigna skv. 5. tölul. 1. mgr. til endurnýjunar á búnaði enda sé ekki um verulega fjármuni að ræða. Á sama hátt er fyrirtækjum og sjóðum í B-hluta ríkisreiknings heimilt án sérstakrar lagaheimildar að selja eða leigja varanlega rekstrarfjármuni sína, aðra en þá sem um getur í 1. 4. tölul. 1. mgr., og ráðstafa söluandvirðinu eða leigunni í þágu starfseminnar. Þá getur ríkissjóður ásamt ríkisfyrirtækjum og sjóðum í B-hluta ríkisreiknings án sérstakrar lagaheimildar selt eignir er þessum aðilum sem veðhöfum hafa verið lagðar út á nauðungaruppboðum eða þeir eignast á grundvelli skilmála að baki ábyrgðarskuldbindingum sem fallið hafa á þá.
                   Ákveði ríkisstjórn eða ríkisstofnun að þiggja gjöf sem gefin er með kvöðum eða skilyrðum sem óhjákvæmilega hafa í för með sér útgjöld fyrir ríkissjóð ber henni að taka við gjöfinni með fyrirvara um samþykki Alþingis enda hafi hvorki verið gert ráð fyrir útgjöldum þessum í fjárlögum né fjáraukalögum. Á sama hátt er ríkisstjórn og ríkisstofnunum óheimilt að gefa eða afhenda án endurgjalds eignir sem um getur í 1. 5. tölul. 1. mgr. nema fyrir fram sé aflað heimilda í fjárlögum og fjáraukalögum.
     Á undan 2. gr. komi tíu nýjar greinar er orðist svo:
         
    
(4. gr.)
                        Sértekjum, sem ríkisstofnanir í A-hluta ríkisreiknings afla umfram áætlanir fjárlaga, skal skila í ríkissjóð, sbr. þó 2. mgr. Á sama hátt skulu ríkisfyrirtæki og sjóðir í B-hluta ríkisreiknings skila rekstrarhagnaði sínum í ríkissjóð enda mæli lög ekki fyrir um annað.     
                        Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur fjármálaráðherra heimilað að ríkisstofnanir í A-hluta fjárlaga ráðstafi öllum eða hluta af umframtekjum þeim, sem um ræðir í 1. mgr., til eigin þarfa, þó aldrei til fjárfestingar, framkvæmda eða ráðstafana sem leiða þegar í stað eða síðar til aukinna rekstrarútgjalda ríkissjóðs. Á sama hátt getur fjármálaráðherra sett reglur um að fyrirtækjum og sjóðum í B-hluta ríkisreiknings sé heimilt að nota allan rekstrarhagnað sinn eða tiltekinn hluta hans til að auka hreina eign sína. Ráðherra skal hafa samráð við fjárveitinganefnd um efni þessara reglna.
         
    
(5. gr.)
                        Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 1. gr. getur fjármálaráðherra heimilað ríkisfyrirtækjum, sem standa að öllu eða verulegu leyti undir kostnaði við starfsemi sína með tekjum af sölu á vörum eða þjónustu, að stofna til frekari fjárskuldbindinga en fjárlög gera ráð fyrir enda sé það gert í þeim tilgangi einum að tryggja rekstrarhagsmuni fyrirtækisins.
         
    
(6. gr.)
                        Ákvæði laga og reglugerða, er hafa útgjöld í för með sér fyrir ríkissjóð sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum hvers árs, svo og ákvarðanir eða fyrirmæli stjórnvalda sama eðlis, koma ekki til framkvæmda fyrr en Alþingi hefur samþykkt fjárveitingu til þessara útgjalda í fjáraukalögum eða fjárlögum settum eftir birtingu laga, reglugerða eða stjórnvaldsfyrirmæla sem hér um ræðir.
         
    
(7. gr.)
                        Óheimilt er að fresta eða flytja greiðsluheimildir á stofn- og fjárfestingarframlögum og hvers konar styrkjum, eins og þær eru ákveðnar í fjárlögum, á milli verkefna nema að fengnu samþykki fjárveitinganefndar. Sé talið nauðsynlegt að fella framlög af þessu tagi niður skal heimildar þar að lútandi aflað í fjáraukalögum.
         
    
(8. gr.)
                        Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. er heimilt að greiða út fjárveitingar sem geymdar hafa verið á grundvelli heimildar í 7. gr. þessara laga, sbr. 67. gr. laga nr. 52/1966, um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga, með síðari breytingum.
         
    
(9. gr.)
                        Fjármálaráðherra er á hverju fjárlagaári heimilt að stofna til tímabundins yfirdráttar í Seðlabanka Íslands vegna árstíðabundinna sveiflna í fjármálum ríkisins og semja, ef með þarf, um greiðslu yfirdráttarskuldar og um lánskjör. Hámarksfjárhæð yfirdráttarheimildar þessarar skal ákveðin í fjárlögum ár hvert.
         
    
(10. gr.)
                        Falli fyrirvaralaus greiðsluskylda á ríkissjóð sem rekja má til óviðráðanlegra atvika sem ókleift var að sjá fyrir eða gera ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga er fjármálaráðherra heimilt að fengnu samþykki fjárveitinganefndar að inna greiðsluna af hendi enda þoli hún ekki bið. Heimild þessi er enn fremur bundin því skilyrði að beiðni um greiðsluna berist frá ráðherra sem málefnið heyrir undir.
         
    
(11. gr.)
                        Með fjárlögum skal kveðið á um hvaða útgjaldaliðir taki verðlagsbreytingum og hvernig þeir skulu breytast.     
                        Nú er óskiptu fé veitt á fjárlögum til einstakra ráðuneyta eða ríkisstjórnar og skal því varið til þess að mæta ófyrirséðum útgjöldum vegna verkefna og viðfangsefna sem ráðuneytum eða ríkisstjórn eru falin samkvæmt fjárlögum eða öðrum lögum.
                        Í fjáraukalögum skal gera grein fyrir greiðslum á liðum þeim sem um ræðir í þessari grein, sundurliðuðum á viðfangsefni og málaflokka eftir því sem við á.
         
    
(12. gr.)
                        Fyrir 1. apríl ár hvert skal fjármálaráðherra leggja fram frumvarp að endanlegum fjáraukalögum fyrir liðið ár. Með frumvarpinu skal leggja fram sérstaka skrá yfir geymdar fjárveitingar og um þá aðila sem af ófyrirséðum ástæðum hafa farið fram úr fjárheimildum ársins. Heimilt er að greiða slíka umframgreiðslu af fjárveitingu næsta árs.
                        Fyrir sama tíma ár hvert skal Ríkisendurskoðun leggja fyrir Alþingi skýrslu um framkvæmd fjárlaga liðins árs, sbr. 1. gr. laga nr. 12/1986, og skal í skýrslu þessari m.a. koma fram hvort greitt hefur verið úr ríkissjóði umfram lagaheimildir.
         
    
(13. gr.)
                        Fjármálaráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.
     Við 2. gr. er verði 14. gr. Greinin orðist svo:
                   Lög þessi öðlast þegar gildi. Frá sama tíma falla úr gildi ákvæði 3. mgr. 1 gr., 3. gr. og 5. gr. laga nr. 103/1974, um lántökur ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja, 54. gr. laga nr. 52/1966, um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga, svo og þau ákvæði laga nr. 97/1974, um eftirlit með ráðningu starfsmanna og húsnæðismálum ríkisstofnana, og annarra laga sem fara í bága við lög þessi.
     Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frv. til l. um greiðslur úr ríkissjóði o.fl.