Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

72. fundur
Miðvikudaginn 22. janúar 1992, kl. 11:13:00 (3058)

     Páll Pétursson (um atkvæðagreiðslu) :
     Frú forseti. Í gær varð að fresta hluta af þessari atkvæðagreiðslu vegna rangfærslna sem hæstv. heilbrrh. hafði í frammi. Hann viðurkenndi frammi fyrir alþjóð í sjónvarpinu í gærkvöldi að um handarbakavinnu hafi verið að ræða við gerð þessa lagafrv. og meðferð. Að þeirri yfirlýsingu fenginni tel ég að ekkert sé því til fyrirstöðu að halda áfram atkvæðagreiðslunni.