Auglýsingakostnaður fjármálaráðuneytis

80. fundur
Fimmtudaginn 13. febrúar 1992, kl. 11:26:00 (3452)

     Finnur Ingólfsson :
    Virðulegur forseti. Ég held að það sé að verða öllum ljóst sem á þessar umræður hlusta að tilgangurinn með fyrirspurninni var náttúrlega sá að afhjúpa alveg óskaplegan glæp en það er rokið út í veður og vind og menn sjá að þetta er ósköp eðlilegt
    Hins vegar hjó ég eftir því í inngangi fyrirspyrjanda að hann minntist á kaup ríkisins á blöðum. Nú verður maður var við það eftir að eigendaskipti hafa orðið á Pressunni að Pressan er allt í einu farin að berast þingmönum. Því vil ég spyrja hæstv. fjmrh.: Er það svo eftir þessi eigendaskipti á Pressunni að ríkið sé farið að kaupa það blað í 250 eintökum, sem það gerði ekki að ég veit best meðan Alþfl. gaf það út?