Málefni fatlaðra

87. fundur
Mánudaginn 24. febrúar 1992, kl. 14:56:00 (3710)

     Guðrún Helgadóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég held að hv. 13. þm. Reykv. ætti að vera fær um að annast sín klögumál sjálf. En auðvitað stend ég við það sem ég sagði. Það er ekkert leyndarmál að hv. 13. þm. Reykv. hefur átt mikinn þátt í svo fáránlegum aðgerðum sem sameining Borgarspítala og Landakotsspítala er og er að mörgu leyti ósiðleg vegna þess að hún er gerð í trássi við þær sem stofnuðu þetta sjúkrahús og gerðu að skilyrði að það fengi að vera í friði með eðlilegum rekstri þó að þær létu það af höndum. Ég vil því bara ítreka að ég tel ekki að hv. 13. þm. Reykv. sé neinn sérfræðingur í þessum málum, eins og Sjálfstfl. hefur viljað meina, og eftir ræðu hv. þm. hér í umræðum um málefni fatlaðra tók ekki betra við.