Skattsvik

100. fundur
Fimmtudaginn 12. mars 1992, kl. 11:33:00 (4250)

     Rannveig Guðmundsdóttir :
    Virðulegi forseti. Athugasemd mín kemur til af hinum áköfu viðbrögðum hv. 8. þm. Reykn. þegar hann lagði svo mikla áherslu á að liðinn væri hálfur áratugur þar sem Alþfl. hefði ekki sýnt nokkurn

áhuga á því að fara eftir kosningaloforðinu eða kosningaáherslunni frá 1987. Þess vegna vil ég nota þetta örstutta tækifæri sem ég hef til að minna á að á fyrsta ári sínu sem fjármálaráðherra lagði Jón Baldvin Hannibalsson mikla áherslu á staðgreiðslu skatta. Undirrituð var með fyrirspurn til hæstv. fjmrh. Ólafs Ragnars Grímssonar um skattframtöl og tók mjög langan tíma að fá svar við þeirri fyrirspurn og kom öllum á óvart að yfir 9.000 manns skiluðu ekki framtali á árinu 1990. Þessari fyrirspurn var fylgt eftir í nóvember 1991 svo við höfum verið með mjög vakandi auga á framgangi mála varðandi skattsvik.