Barnalög

138. fundur
Laugardaginn 09. maí 1992, kl. 10:40:00 (6195)

     Svavar Gestsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Þær brtt. sem ég flyt á þskj. 833 ganga út á að fella niður heimild til svokallaðrar sameiginlegrar forsjár fyrst og fremst með þeim rökum að hér sé ekki kostur á að gæta nægilega vel hagsmuna barnsins, sem er auðvitað aðalatriðið í þessu sambandi, og í öðru lagi vegna þess að reynsla sem liggur fyrir erlendis af sameiginlegri forsjá, sérstaklega þegar um er að ræða börn eftir svokölluð ofbeldishjónabönd, er mjög slæm.
    Ég óska eftir því, virðulegi forseti, að það verði litið svo á að með þessari atkvæðagreiðslu séu menn að fjalla um báðar brtt. vegna þess að þær fjalla í raun og veru um sama efni og málið liggur þannig að verði fyrri tillagan felld er hin síðari sjálffallin.