Atvinnuleysistryggingasjóður

148. fundur
Laugardaginn 16. maí 1992, kl. 11:38:33 (6763)

     Frsm. heilbr.- og trn. (Sigbjörn Gunnarsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil upplýsa hv. þm. Ólaf Ragnar Grímsson um það að þessi mál voru einmitt tekin til umræðu á fundi nefndarinnar í gær að beiðni hv. þm. Svavars Gestssonar. Ef hv. þm. hefði lesið þau skjöl sem í þinginu eru þá kemur fram í nál. á þskj. 963 þar segir, með leyfi forseta:
    ,,Nefndin hefur kynnt sér fjárhagsstöðu sjóðsins [þ.e. Atvinnuleysistryggingasjóðs] og fullvissað sig um að sjóðurinn muni geta greitt atvinnuleysisbætur fram yfir þann tíma að þing kemur saman að nýju.``
    Undir þetta tók hv. þm. Svavar Gestsson þannig að ég veit ekki hvernig boðleiðir ganga í Alþb. En það var einmitt farið rækilega yfir þetta mál í gær af hv. heilbr.- og trn. og málið því afgreitt.