Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 14:51:45 (6885)

          Guðrún Helgadóttir :
    Hæstv. forseti. Það sýnir nú dálítið hvernig hér er að verki staðið að ákvæði til bráðabirgða II hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:
    ,,Ákvæði 10. gr. laga um málefni fatlaðra, nr. 41/1983, á við þar til ákvæði um umönnunarbætur fatlaðra barna hefur öðlast gildi samkvæmt lögum um almannatryggingar.``
    Það gerðist hér á Alþingi 22. des 1991 að í lögum sem þá voru samþykkt segir, með leyfi hæstv. forseta:
    ,,Greiða skal framfærendum fatlaðra og sjúkra barna sem dveljast í heimahúsi styrk allt að 9.092 kr. eða umönnunarbætur allt að 47.111 kr. á mánuði ef andleg eða líkamleg hömlun barns hefur í för með sér`` o.s.frv.
    4. gr. þeirra laga hljóðar svo: ,,Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1992. Frá sama tíma fellur úr gildi 3.--5. mgr. 10. gr. laga um málefni fatlaðra, nr. 41/1983.``
    Ég skil þess vegna vel að hv. formaður nefndarinnar óski eftir að draga ákvæðið til baka til 3. umr. og ég styð það. ( Gripið fram í: Það er ekki hægt, þetta er ekki brtt.) Ég spyr nú hv. þingheim, getur hann ekki fallist á að hjálpa forseta við að þurfa ekki að greiða atkvæði um svona vitleysu?