Skiptaverðmæti og greiðslumiðlun

150. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 01:01:49 (6995)

     Árni Johnsen (andsvar) :
    Herra forseti. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon fjallaði um tvær hugmyndir í sínu máli, annars vegar lagasetningu, hins vegar það að veita viðkomandi aðilum meiri tíma til að ná samkomulagi. Það er kannski það sjónarmið sem ég lagði áherslu á í mínu máli, að það væri ekki tímabært að setja lög í málinu heldur ætlast til að menn næðu samkomulagi án þess að til hennar kæmi. Að því leyti vil ég taka undir orð hv. þingmanns.