Ferill 93. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 93 . mál.


141. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um embættisbústaði.

     1. Hvaða embættisbústaðir, einbýlishús eða einstakar íbúðir, eru í eigu íslenska ríkisins eða stofnana (að hluta eða að öllu leyti) sem heyra undir fjármálaráðuneytið?
    Íbúðarhúsnæði í eigu ríkissjóðs er leigt embættismönnum stofnana á vegum fjármálaráðuneytisins í þremur tilvikum. Um er að ræða eftirtaldar húseignir:
    Urðarvegur 30, Ísafirði.
    Laufskógar 10 (neðri hæð), Egilsstöðum.
    Freyvangur 24, Hellu.

     2. Hvert er starfsheiti þeirra sem hafa afnot af embættisbústaðnum og hver er húsaleigan, sundurliðuð eftir bústöðum?
    Í öllum tilvikum er um skattstjóra að ræða. Í nóvember 1991 nemur mánaðarhúsaleiga:
    23.715 kr.
    13.338 kr.
    20.113 kr.

     3. Hvernig er húsaleigan ákvörðuð?
    Húsaleigan er ákvörðuð samkvæmt reglugerð nr. 334/1982 um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins.

     4. Hver er stærð embættisbústaðanna og fasteignamat þeirra, sundurliðað eftir bústöðum?
    Stærð embættisbústaðanna (með bifreiðageymslu þar sem við á) og fasteignamat (1. des. 1990) er sem hér segir:
    292 m 2    9.643 kr.
    108 m 2    2.980 kr. (37,38% af húsmati alls.)
    206 m 2    7.902 kr.

     5. Hvenær voru bústaðirnir keyptir eða byggðir og hvert er verð þeirra framreiknað til verðlags í dag, sundurliðað eftir bústöðum?
    Kaup- eða byggingarár:
    1977–1978.
    24. júní 1991.
    17. júlí 1984.
    Kaupverð:
    Upplýsingar liggja ekki fyrir.
    5.906 þús. kr. (37,38% af kaupverði alls hússins.)
    3.200 þús. kr.
    Á verðlagi í nóvember 1991, framreiknað miðað við byggingarvísitölu:
    Upplýsingar liggja ekki fyrir.
    6.028 þús. kr.
    4.281 þús. kr.
    Vegna fyrirspurnar í 4. lið um fasteignamat húseigna skal áréttað að húsaleiga samkvæmt tilvitnaðri reglugerð grundvallast m.a. á brunabótamati viðkomandi embættisbústaða eins og það er 1. ágúst ár hvert.