Ferill 289. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 289 . mál.


488. Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um þorskveiði og úthlutun á þorskkvóta.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Hver var úthlutun þorskkvóta samtals á hverju tímabili árið 1990, 1. janúar til 31. ágúst 1991 og 1. september 1991 til 31. ágúst 1992 til eftirtalinna skipaflokka:
         
    
    togara, lengri en 39 metra,
         
    
    togara, 39 metra og styttri,
         
    
    frystitogara,
         
    
    báta, 10 brl. og stærri,
         
    
    báta, minni en 10 brl.?
        Enn fremur er óskað sundurliðunar á eftirtalin svæði fyrir sömu tímabil:
         
    
    Norðurfjörð til og með Þórshöfn,
         
    
    Bakkafjörð til og með Djúpavogi,
         
    
    Höfn til og með Vestmannaeyjum,
         
    
    Stokkseyri til og með Grindavík,
         
    
    Hafnir til og með Akranesi,
         
    
    Arnarstapa til og með Patreksfirði,
         
    
    Tálknafjörð til og með Súðavík.
    Hver hefur þorskveiðin verið á fyrrnefndum svæðum samtals hvort tímabil fyrir sig, árið 1990 og 1. janúar til 31. ágúst 1991 á hvern eftirtalinn skipaflokk:
         
    
    togara, lengri en 39 metra,
         
    
    togara, 39 metra og styttri,
         
    
    frystitogara,
         
    
    báta, 10 brl. og stærri,
         
    
    báta, minni en 10 brl.?


Skriflegt svar óskast.