Ferill 465. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 465 . mál.


955. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 15. maí.)



1. gr.


    1. og 2. mgr. 31. gr. laganna orðast svo:
    Sektir skv. 30. gr. skulu úrskurðaðar af yfirskattanefnd nema máli sé vísað til opinberrar rannsóknar og dómsmeðferðar skv. 2. mgr. Skattrannsóknarstjóri sendir yfirskattanefnd mál til úrskurðar. Við meðferð mála hjá yfirskattanefnd skal veita sakborningi færi á að halda uppi vörnum. Úrskurðir yfirskattanefndar eru fullnaðarúrskurðir og fylgir þeim ekki vararefsing.
    Rannsóknarlögregla ríkisins fer með frumrannsókn opinberra mála vegna brota á lögum þessum. Skattrannsóknarstjóri getur vísað máli til opinberrar rannsóknar af sjálfsdáðum, svo og eftir ósk sakbornings ef hann vill ekki hlíta því að mál hans verði afgreitt af yfirskattanefnd skv. 1. mgr.

2. gr.


    Í stað orðsins „sektarnefnd“ í 2. málsl. 4. mgr. 31. gr. laganna kemur: yfirskattanefnd.

3. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1992.