Ferill 36. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 36 . mál.


968. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 97 frá 1990, um heilbrigðisþjónustu.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Efni þess er samhljóða reglugerð heilbrigðisráðherra frá því í desember 1991, þ.e. að gjöld skuli ekki tekin fyrir ungbarnaeftirlit og mæðravernd. Því er nefndin samþykk.
    Nefndin telur að ákvæði um þetta efni eigi fremur heima í lögum um almannatryggingar en lögum um heilbrigðisþjónustu. Með hliðsjón af því að nú er verið að endurskoða lög um almannatryggingar telur nefndin rétt að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar, enda verði stuðst við álit nefndarinnar varðandi þetta efni við þá endurskoðun.

Alþingi, 15. maí 1992.



Sigbjörn Gunnarsson,

Svavar Gestsson.

Finnur Ingólfsson.


form., frsm.



Guðmundur Hallvarðsson.

Sigríður A. Þórðardóttir.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.



Ingibjörg Pálmadóttir.

Lára Margrét Ragnarsdóttir.

Björn Bjarnason.