Ferill 222. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 222 . mál.


1036. Breytingartillögur



við frv. til l. um málefni fatlaðra.

Frá minni hluta félagsmálanefndar (KHG).



    Við 4. gr.
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Sérstök nefnd skal vera félagsmálaráðuneyti til ráðgjafar um málefni fatlaðra. Nefnist hún stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og skal hún skipuð til fjögurra ára í senn. Í nefndinni eiga sæti sjö menn. Alþingi kýs þrjá menn, Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir tvo menn og Öryrkjabandalagið og Landssamtökin Þroskahjálp tilnefna sinn fulltrúann hvort. Ráðherra skipar formann úr hópi nefndarmanna.
         
    
    Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein er verði 2. mgr., svohljóðandi:
                            Stjórnarnefnd úrskurðar, að fenginni umsögn viðkomandi svæðisráðs, um ágreiningsatriði sem upp kunna að koma vegna framkvæmdar laga þessara, en vísa má þeim úrskurði til ráðherra.
    Við 38. gr. 2. mgr. falli brott.
    Við 42. gr. Greinin orðist svo:
                  Stjórnarnefnd ákveður árlega framlög úr Framkvæmdasjóði í samræmi við heildaráætlun, sbr. 41. gr.
    Við 50. gr. Í stað „skv. 21. og 22. gr.“ komi: skv. 21. gr.
    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, IV, svohljóðandi:
                  Frá og með þeim tíma, sem svæðisskrifstofur taka við skrifstofum svæðisstjórna, skulu starfsmenn svæðisstjórna verða starfsmenn svæðisskrifstofa og halda óbreyttum kjörum.