Varamaður tekur þingsæti

97. fundur
Föstudaginn 08. janúar 1993, kl. 16:24:35 (4496)

     Forseti (Sturla Böðvarsson) :
    Forseta Alþingis hefur borist svohljóðandi bréf, dags. 8. jan. 1993:
    ,,Þar sem Gunnlaugur Stefánsson, 5. þm. Austurl., er veikur og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis samkvæmt beiðni hans að óska eftir því að 1. varaþingmaður Alþfl. í Austurl., Hermann Níelsson íþróttakennari, Egilsstöðum, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.
    Þetta tilkynnist yður hér með, virðulegi forseti.
Formaður þingflokks Alþfl.,

Össur Skarphéðinsson.``


    Þar sem Hermann Níelsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og kjörbréf hans verið tekið fyrir, er hann boðinn velkominn til þings að nýju.