Evrópskt efnahagssvæði

97. fundur
Föstudaginn 08. janúar 1993, kl. 18:36:59 (4525)


     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (andsvar) :

    Virðulegi forseti. Án þess að ég vilji orðlengja þessar umræður þá er rétt að það komi hér fram í sambandi við margvísleg sérfræðiálit um mat annars vegar á áhrifum innri markaðarins og hins vegar á hinu Evrópska efnahagssvæði að það nýjasta sem ég hef séð í því efni skýrsla sem unnin var fyrir EFTA til að meta sérstaklega hagvaxtaráhrifin á EFTA-ríkin við aðild þeirra að innri markaðnum. Og niðurstaða í þeirri skýrslu er í meginatriðum sú að hagvaxtaráhrifin séu meiri fyrir EFTA-ríkin en fyrir Evrópubandalagsríkin.