Samningar við EB um fiskveiðimál

99. fundur
Mánudaginn 11. janúar 1993, kl. 15:07:19 (4634)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Auðvitað hefði ég heldur kosið að hv. 7. þm. Reykn. væri viðstaddur umræðuna en ég hef ekki fyrir mitt leyti gert við það athugasemdir. En staðreynd er að hann gekk til fundar við formann framkvmdastjórnar Evrópubandalagsins 18. apríl 1990 til þess að ræða EES-samningana og sérstöðu Íslands og bauðst þar til að semja um skipti á gagnkvæmum veiðiheimildum. Ég hef aldrei haldið því fram að annað og meira hafi falist í þeim orðum en það sem þar var sagt, En það liggur fyrir að á þessum fundi var því lýst yfir að Íslendingar væru reiðubúnir að gera samning um skipti á gagnkvæmum veiðiheimildum.
    Það kemur svo sem alveg í ljós að hv. 4. þm. Norðurl. e. er svolítið boginn yfir því að þetta skuli dregið inn í umræðurnar vegna þess að auðvitað bar hann pólitíska ábyrgð á því að þessi sjónarmið voru reifuð og þetta boðið fram af Íslendinga hálfu í þessum viðræðum.