Umhverfisskattar

127. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 19:10:13 (6020)

     Flm. (Árni M. Mathiesen) (andsvar) :
    Frú forseti. Ég vona nú að sveitarfélögin gleymi ekki alveg sínum skyldum þó þrýstingurinn á minnkandi mengun hjá fyrirtækjunum verði annar. En ég held að það sé langsamlega sterkasti og áhrifaríkasti hvatinn til þess að minnka mengun að það hafi kostnað í för með sér fyrir fyrirtækin og með því að minnka mengunina, þá losnum við við útgjöld. Ég held að það hljóti að vera áhrifaríkari hvati heldur en einungis þrýstingur frá sveitarfélögunum.