Tvíhliða samskipti við Evrópubandalagið

143. fundur
Fimmtudaginn 25. mars 1993, kl. 13:06:03 (6455)


     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hæstv. utanrrh. er nú lagður af stað í áttina að okkur, þetta er nú ágætt. Hér áðan fannst honum þetta vera vitlaus tillaga og algjörlega óþörf. Nú er hann kominn inn á það að hún sé skaðlaus og megi gjarnan vísa henni til ríkisstjórnarinnar. Það má alveg skoða það að breyta orðalagi með einhverjum hætti þannig að tillöguefninu sé vísað til ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin fer auðvitað með samninga við erlend ríki, ekki gerir þingið það. Ég vil fagna því að hæstv. utanrrh. er svona að þokast í áttina og tel þess vegna að með áframhaldandi umræðum og viðræðum í utanrmn. verði hann kominn á svipað ról og við hinir fljótlega.