Tvíhliða samskipti við Evrópubandalagið

145. fundur
Fimmtudaginn 25. mars 1993, kl. 15:59:06 (6490)

     Flm. (Steingrímur Hermannsson) (andsvar) :

    Virðulegi forseti. Undanfarnar vikur og mánuði hafa þingmenn Framsfl. og reyndar einnig Kvennalista ekki mátt taka til máls um þetta mál eða samskipti okkar innan EES o.s.frv. án þess að hv. þm. hafi fundið sig knúinn til að standa upp og lýsa miklum áhyggjum yfir afstöðu Framsfl. og Kvennalistans til þessa máls. Þetta kalla ég þráhyggju. Þetta er löngu skýrt og ég fyrir mitt leyti a.m.k. nenni ekki að taka þátt í slíku. Ég tel mig ráðstafa mínum tíma betur í málefnalega umræðu.