Stuðningur við réttindabaráttu Eystrasaltsríkjanna á alþjóðavettvangi

163. fundur
Þriðjudaginn 27. apríl 1993, kl. 21:22:13 (7520)


     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Þau sérstæðu tíðindi hafa nú gerst að hv. 1. flm. þessa máls telur fullnægjandi að málið komist til nefndar og er það í sjálfu sér mjög mikil framför að ekki eru gerðar kröfur til þess að það verði samþykkt, en hitt er þó öllu sérstæðara að það er eins og það hafi gleymst þar sem stóð í greinargerð og hv. flm. mætti nú gjarnan muna, það er að ekki verði gerðar óeðlilegar kröfur varðandi mannréttindi. Ég marglas þetta upp og spurði hv. þm. Björn Bjarnason um þetta atriði á sínum tíma. Hann svaraði því aldrei, kom sér ávallt undan því og það er vel ef nú er svo komið að hann telur nóg að þetta mál fari til nefndar.