Tvíhliða samskipti við Evrópubandalagið

166. fundur
Fimmtudaginn 29. apríl 1993, kl. 22:38:34 (7703)

     Halldór Ásgrímsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þm. Kristínu Einarsdóttur fyrir upplýsingarnar og skýringuna. Ég er hins vegar ósammála því sem hún segir. Ég tel að við Íslendingar eigum að taka sjálfstæðar ákvarðanir í þessu máli alveg án tillits til þess hvað sé hugsanlegt og hvað muni kannski verða í þeim löndum sem nú eru í aðildarviðræðum. Það getur farið hvernig sem er og það þýðir ekkert að bíða eftir því og taka síðan ákvarðanir að því loknu. Ég tel að hér sé verið að ákveða þá stefnu sem nýtur fylgis á Alþingi í dag sem er ekki aðildarumsókn, heldur viðræður um tvíhliða samning, hugsanlegan tvíhliða samning, en að bíða með slíkt eftir einhverjum atkvæðagreiðslum á hinum Norðurlöndunum er að mínu mati alveg fráleitt.