Jöfnunartollur á skipasmíðaverkefni

175. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 16:09:46 (8212)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Frú forseti. Hér er verið að hreyfa við einni athugun, ekki framkvæmd heldur athugun og athuganir eru atvinnuskapandi, það skal viðurkennt. Það vill svo til að hæstv. iðnrh. hefur setið í þessu embætti í sex ár og framkvæmdir á þessu stigi eru komnar á þann veg að nú á að fara að athuga þetta. Þess vegna vildi ég spyrja frsm. nefndarinnar hvað hann telur að sú athugun muni standa í langan tíma sem hér er verið að leggja til, hvort það séu hugsanlega sex ár og eftir að áliti væri skilað, ef sú athugun reyndist jákvæð, hvað hann telur að þá verði langt í framkvæmdir, hvort það verði líka sex ár?