Jöfnunartollur á skipasmíðaverkefni

175. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 16:10:46 (8213)

     Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég hygg að það þurfi ekki að taka langan tíma að athuga þessi mál. Við eru í dag búin að ganga frá samþykkt á fríverslunarsamningi milli Íslands og Póllands. Ég hygg að þetta skipti fyrst og fremst máli varðandi viðskipti okkar við Pólverja þar sem komið hafa mestar kvartanir undan undirboðum og því að Pólverjarnir væru að niðurgreiða sínar skipasmíðar í samkeppni við okkur.
    Ég held og hef þá trú að það sé hægt að ganga í þetta mál og ljúka því með einhverjum hætti á næsta þingi.