Veiðiheimildir í lögsögu annarra ríkja

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 11:19:20 (8319)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti mun að sjálfsögðu láta ræða það mál í forsn. og ræða það við . . .  ( Gripið fram í: Tillögumaður á rétt á að kalla tillöguna til baka.) Skilji forseti það svo að tillagan sé hér með kölluð til baka þá þarf ekki neinar umræður um það mál. Þar með er tillagan kölluð aftur. ( Gripið fram í: Þetta var andsvar við ræðu.) Forseti vill geta þess að hann telur að það skipti ekki máli hvort tillaga er kölluð aftur í andsvari eða undir öðru samræðuformi hér á hinu háa Alþingi. Forseti lítur því svo á að þessi tillaga sé kölluð aftur og þar með er hún tekin af dagskrá.