Evrópskt efnahagssvæði

13. fundur
Fimmtudaginn 03. september 1992, kl. 16:39:32 (279)


     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Eitthvað eru nú samningarnir öðruvísi en þingmenn Alþb. þá voru tilbúnir til að samþykkja. Það hefur ítarlega verið rakið í þessari umræðu hvaða breytingar hafa orðið. En niðurstaðan er sú, virðulegi forseti, sem hæstv. sjútvrh. sérstaklega ætti að gera sér annt um að fylgjast með fyrst núv. ríkisstjórn tekst ekki að framfylgja þessum lögum að kannski skortir á vilja hjá núv. sjútvrh. til að framfylgja þessum lögum af því að það var Albþ. sem stóð að þeim. Er það þess vegna sem núv. ríkisstjórn aðhefst ekkert til að sjá til þess að þau séu uppfyllt, að eignaraðild útlendinga sé ekki í íslenskum sjávarútvegi? Ríkisstjórn sem aðhefst ekkert í þeim efnum núna er ekki líkleg til að aðhafast eitthvað þegar búið verður að opna þjóðfélagið með EES-samningnum.