Evrópskt efnahagssvæði

13. fundur
Fimmtudaginn 03. september 1992, kl. 17:53:03 (291)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Hæstv. félmrh. hefur áður fjallað mjög rækilega um þriðja samningssviðið, félagsmálin. Félmrn. og ráðuneytisstjórinn þar hefur skilað afar ítarlegri greinargerð um það svið. Félmrn. hefur reyndar tekið þátt í ráðstefnum um það mál, það hefur verið birt í tímariti Sambands ísl. sveitarfélaga. Allar þessar upplýsingar eru gagnlegar, aðgengilegar og til þess fallnar að ræða í nefnd. Það er munur á hvort

menn fjalla um meginatriði málsins, stefnu þess, kosti og galla almennt séð sem menn geta gert í almennum umræðum og svo hins vegar hin einstöku svið, hin einstöku fylgifrumvörp sem sjálfsagt er að fjalla um í nefnd. Það er engin ástæða til þess að gera ekki greinarmun á þessu tvennu.
    Nú höfum við rætt málið í hálfan mánuð. Norska þingið mun ræða það í tvo daga. Er ekki kominn tími til að fara að ræða málið vandlega, nákvæmlega og fara ofan í saumana á því í smáatriðum í nefnd?