Álit EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um EES

23. fundur
Fimmtudaginn 17. september 1992, kl. 21:31:17 (991)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Því fer fjarri að hæstv. dómsmrh. hafi eytt efasemdum mínum. Með þessu frv. er ljóst að það er álit manna að íslenskir dómendur mega ekki leita álits til skýringar á lögum af þessu tagi nema sérstök lagaheimild liggi til þess. Ég hlýt því að álykta að það sama gildi um stjórnarskrána þar sem segir að dómendur skuli í embættisverkum sínum einungis fara eftir lögum. Þeir eiga einungis að fara eftir lögum sem sett eru hér á landi en ekki áliti erlendra aðila um túlkun þeirra á þeim lögum.