Atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES

24. fundur
Föstudaginn 18. september 1992, kl. 11:36:35 (1027)

     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Út af orðum síðasta ræðumanns vil ég vekja athygli á því að í framsöguræðu minni gerði ég nokkra grein fyrir ástæðunni fyrir því að þetta væri lagt til að lögfesta tilskipunina með þessum hætti og benti m.a. á að þetta væri með líkum hætti og gert væri t.d. í Noregi og Svíþjóð. Ég tel ástæðu til þess, virðulegi forseti, vegna orða síðasta ræðumanns að fara nokkuð ítarlega ofan í ástæðuna fyrir þessu og rekja það, en ég spyr, hef ég leyfi til þess að gera það undir þingskapaumræðu, ég sætti mig vissulega við það að gera það hér á eftir, en vegna orða síðasta ræðumanns tel ég ástæðu til að fara nokkuð ítarlega í það, en væntanlega fellur það ekki undir þingskapaumræðu.