Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

36. fundur
Miðvikudaginn 21. október 1992, kl. 14:02:53 (1459)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég skildi ráðherrann svo, svo að það sé ekki uppi misskilningur, að frv. gæti í sjálfu sér staðið sjálfstætt og það er sama niðurstaða og mér sýndist á yfirlestri þess.
    Hvað skipin varðar hef ég heyrt þessa skýringu um alþjóðlega samninga en það gildir fyrst og fremst um fraktskip. Frv. er ætlað að gilda hér á landi að öllu leyti og auðvitað mun það gilda einnig um fiskiskip. Ég tel að það verði að skoða undanþáguákvæðið um haffær skip alveg sérstaklega í nefndinni, bæði hvað varðar áhafnir fiskiskipa og áhafnir fraktskipa.
    Ég vænti þess að hæstv. ráðherra sé sammála því að þetta atriði verði skoðað rækilega með það

að leiðarljósi að gæta að því að réttarstaða sjómanna verði ekki lakari, hvorki í þessu frv. né frv. um hópuppsagnir, en annarra launþega sem fumvörpin ná til.