Flutningur á starfsemi Landhelgisgæslunnar

45. fundur
Þriðjudaginn 03. nóvember 1992, kl. 18:09:35 (1822)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Um leið og ég tek undir það að mikill er auður Íslands á ýmsum sviðum, get ég ekki látið hjá líða að minnast á mannauðinn. Þar standa mál á þann veg, því miður, að í ráðherrastólum Íslands eru heybrækur innan um. Þess vegna hafa hér farið fram merkilegar umræður í dag, annars vegar um fjárlög eins og þeir menn vilja hafa sem vilja standa af reisn að málum og hins vegar um sjálfstæðismál þessarar þjóðar. Til þess að við njótum þess auðs sem við höfum verða heybrækurnar að víkja. Það er ekkert undanfæri.