Skýrsla umboðsmanns Alþingis 1991

53. fundur
Fimmtudaginn 12. nóvember 1992, kl. 16:15:36 (2242)

     Kristinn H. Gunnarsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vil bara ljúka þessu af minni hálfu. Í ljósi þessara upplýsinga skil ég það svo að þingmaður geti óskað eftir því að efni skýrslunnar verði tekið upp í nefnd og væntanlega er það helst allshn. þar sem ég á sæti. Ég óska formlega eftir því hér og nú að skýrslan verði tekin fyrir í vetur og nefndin hafi hana til umfjöllunar. Vonandi kemur eitthvað út úr því starfi í formi ábendinga eða álits og ég fell því frá þeirri ósk minni sem ég hafði borið fram um viðveru þessara ráðherra.