Tekjustofnar sveitarfélaga

72. fundur
Mánudaginn 07. desember 1992, kl. 18:21:07 (3133)


     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vildi gjarnan leiðrétta smá ónákvæmni sem kom fram í máli hv. 2. þm. Vesturl. í annars ágætri ræðu hennar. Aðstöðugjaldið er þannig að það leggst hvorki á hagnað né tap. Það er veltuskattur sem leggst á stofninn en stofninn er sú tala sem lægri er af tekjum eða rekstrargjöldum. Hvorki tap né hagnaður eru því stofn til aðstöðugjalds. Reyndar er það svo að þar sem menn eru í eigin atvinnurekstri án þess að vera í félagaformi er aðstöðugjaldið ekki lagt á reiknað endurgjald. Það er dregið frá rekstrarútgjöldum áður en aðstöðugjald er fundið út. Það er því eilítil ónákvæmni í því að segja að aðstöðugjald leggist á allan rekstrarkostnað.