Skattamál

73. fundur
Þriðjudaginn 08. desember 1992, kl. 20:01:53 (3171)


     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli á því að í sama blaði og ég vitnaði til er því spáð að á næsta ári verði verðbólgan ekki nema 3%. Það er líklega næstlægsta verðbólga sem við höfum tölur um í manna minnum, þ.e. sú lægsta er á yfirstandandi ári, sú næstlægsta á næsta ári. Ég hygg að það eigi ekki að brengla svo verðskyn almennings og fyrirtækja að hægt sé að láta niðurfellingu aðstöðugjalds skila sé í lægra vöruverði eins og til stendur. Auðvitað verðum við að treysta á verðskyn þessara aðila.