Evrópskt efnahagssvæði

84. fundur
Fimmtudaginn 17. desember 1992, kl. 02:53:56 (3679)

     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er fyrst varðandi fyrirvara um landakaup. Ég vil minna þingmanninn á það að málið var á forræði hæstv. utanrrh. sem er sá sami og nú er. Sá utanrrh. fékk aldrei umboð þingflokks Alþb. til þess að semja í þá átt sem menn sáu hvert stefndi. Eini fyrirvarinn sem er gildur í þessum efnum er að hafna samningnum því það kemur skýrt fram í honum að það er óheimilt að mismuna mönnum eftir þjóðerni. Og ég sé ekki hvernig hv. 5. þm. Norðurl. e. getur staðið við kosningaloforð sitt gagnvart kjósendum sínum í Norðurlandskjördæmi eystra, að samþykkja aldrei samning sem veiti útlendingum sama rétt til landakaupa og Íslendingum.